10. flokkur karla í Njarðvík Íslandsmeistari fjórða árið í röð !
				
				Strákarnir í 10.flokki í Njarðvík urðu í dag Íslandsmeistarar er þeir sigruðu Þór frá Akureyri í úrslitaleik 69-59. Þetta var fjórði Íslandsmeistaratitill þeirra á fjórum árum. Jóhann Árni var stigahæstur í leiknum og gerði 33 stig, tók 15 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Kristján Rúnar kom næstur með 19 stig,  9 fráköst, 5 stolna bolta og 4 stoðsendingar. Aðrir gerðu minna. Þetta kemur fram á heimasíðu UMFN
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				