Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Þriðjudagur 20. janúar 2004 kl. 21:56

1. deild kvenna: Grindavík vinnur óvæntan sigur á ÍS

Grindavíkurstúlkur komu aldeilis á óvart þegar þær unnu sigur á toppliði ÍS á útivelli, 57-64.


Leikurinn var jafn allan tíman, en staðan í leikhléi var 34-34. Í upphafi seinni hálfleiks náðu Stúdínur 10 stiga forskoti, en Grindvíkingar voru aldrei langt undan og náðu undirtökunum í síðasta leikhlutanum með góðri vörn og baráttu.
Pétur Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, var í skýjunum eftir leikinn. „Þetta var bara frábær leikur. Vörnin var góð hjá okkur og baráttan var alveg svakaleg.“

Kesha Tardy var stigahæst Grindavíkur með 32 stig og Sólveig Gunnlaugsdóttir skoraði 16 stig.
Stella Kristjánsdóttir var stigahæst ÍS með 13 stig, en Guðríður Bjarnadóttir skoraði 12 og Lovísa Guðmundsdóttir 11stig .

Að leik loknum eru Grindavíkurstúlkur farnar að ógna Njarðvíkingum verulega og mega þær síðarnefndu hvergi slaka á ef þær ætla að komast í úrslitakeppnina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024