Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

,,Sóknarleikurinn ekki nógu beinskeyttur
Kristján Guðmundsson
Mánudagur 25. maí 2015 kl. 10:45

,,Sóknarleikurinn ekki nógu beinskeyttur

-Kristján Guðmundsson um gengi Keflavíkurliðsins og leikinn í kvöld

Byrjunin á mótinu hefur ekki verið eins og þið hefðuð kosið.  Ef þú summar upp hvað þér finnst hafa vantað helst í leiki liðsins fram að þessu, hvaða atriði væru það?

Það er helst sóknarleikurinn sem hefur ekki verið nógu beinskeyttur. Við erum ekki að skapa nógu opin marktækifæri til þess að skora auðveldu mörkin. Þá höfum þurft að breyta of oft um leikmenn í öftustu línu á milli leikja, það truflar alltaf samsetningu liða. Keflavíkurliðið hefur þó heilt yfir verið að sækja í sig  veðrið og stígandi í spilamennskunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þrátt fyrir að vera aðeins með 1 stig eftir 4 leiki er ennþá stutt í næstu 4-6 lið á undan, er nokkur ástæða til að halda því fram að liðið sé í slæmum málum ennþá?

Við erum þannig séð ekki í slæmum málum en það tekur alltaf einhvern tíma að vinna upp þessi stig sem farin eru til að klifra upp töfluna. Það eru ekki mörg lið í deildinni sem hafa unnið fleiri en einn leik það sem af er, hinsvegar þurfum við að fara að sigra eins og einn leik til að stimpla okkur inn í mótið og koma okkar leik betur í gang.  

Þið mætið Fylkismönnum í kvöld. Hversu mikilvægur er sá leikur í ljósi þess að þið hafið ekki landað sigri ennþá?

Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir Keflavík og allir þurfa að leggjast á eitt að ná fram sigri í leiknum bæði við sem spilum leikinn og áhorfendur sem eru komnir til að styðja okkur og hvetja til sigurs. Sigur í þessum leik fær okkur öll til að líða betur og þegar svo er skilum við alltaf betra verki.

Þið hafið ekki verið að skora mörg mörk hingað til, aðeins 2 mörk í fyrstu 4 leikjum sumarsins, og þú skiptir bæði Herði og Indriða Áka útaf í síðasta leik um miðjan síðari hálfleik. Voru það skilaboð til sóknarmanna liðsins að krafan um að skora mörk sé orðin meiri og að menn munu ekki spila nema þeir sýni fram á árangur í þeim efnum?

Skilaboðin voru til alls liðsins. Við skiptum inn mönnum sem áttu að breyta leiknum á þessum tímapunkti og  hugsunin var skýr, að vinna leikinn en ekki eingöngu að taka eitt stig. Verkefni framherjanna er að skora mörk og í einhverjum mæli að búa til nógu góð færi fyrir sjálfa sig og aðra til þess að skora en það er einnig á herðum annarra leikmanna að búa til færi fyrir framherjana. Framherjarnir eru dæmdir af mörkum sem þeir skora svo einfalt er það.

[email protected]