,,Gæti ekki gert þetta án liðsins"
-segir Arnór Ingvi Traustason, leikmaður IFK Norrköping
Njarðvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason er að búinn að vera á skotskónum undanfarnar vikur með liði sínu IFK Norrköping. Arnór, sem er nýorðinn 22 ára, er á sínu öðri tímabili hjá liðinu og hefur komið sér nokkuð vel fyrir í Svíþjóð. Íþróttadeild Víkurfrétta sló á þráðinn til Arnórs og spurði hann útí frammistöðu hans að undanförnu.
3 mörk í síðustu 3 leikjum, er eitthvað sem varð til þess að mörkin fóru að hrynja inn eða ertu einfaldlega að fá fleiri færi núna uppá síðkastið?
Það er búið að ganga mjög vel hjá mér persónulega á þessu timabili en ég gæti ekki gert þetta án liðsins sem er eiginlega búið ad vera spila í heimsklassa.
Er sjálfstraustið ekki í botni hjá þér þessa dagana? 3 mörk og 2 stoðsendingar í 7 leikjum.
Jú algjörlega, ég er búinn ad vera vinna vel i sjálfum mér fyrir þetta tímabil og lagði fyrir mig nokkrar línur sem ég er ad reyna fylgja og það hefur virkað.
IFK Norrköping er núna í 6. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 13 stig eftir 7 leiki og 6 stigum á eftir efsta liði deildarinnar, þú hefur sjálfur byrjað alla leiki og spilað meira og minna allan þann leiktíma sem í boði hefur verið. Hvernig líður þér með þína frammistöðu og liðsins í heild sinni fram að þessu?
Síðasta tímabil var smá klúður hjá mér, þar sem ég lenti i smá meiðslaveseni og byrjaði ekkert ad spila fyrr en eftir hlé sem var mjög svo svekkjandi. En ég vann mig út úr því sem betur fer og skilaði einhverjum punktum. En þetta hefur byrjað vel hjá mér núna og ætla mér ad halda því áfram.
Augljóslega ber þjálfarinn talsvert traust til þíns miðað við þann leiktíma sem þú hefur fengið. Hefur hann haft orð á því hvaða hlutum hann væntir að fá frá þér í ár?
Já ég er búinn eiga gott samtal við hann og hann hefur gefið mér hlutverk sem ég er ad finna mig vel í.
Hvernig er annars lífið í Svíþjóð að leggjast í þig? Ertu búinn að koma þér sæmilega fyrir og ertu kominn með sænskuna á hreint?
Svíþjóð leggst mjög vel i mig. Ég var ad flytja i nýja íbúð og er ad koma mér fyrir svona hægt og bítandi. Ég er farinn ad skilja nánast allt saman, en ég þarf ad vera duglegari við að tala hana.
Þið mætið AIK á sunnudaginn, lið sem er einu stigi á undan ykkur í deildinni. Hvernig leggst sá leikur í þig?
Þetta verður erfitt, þeir eru mjög sterkir á heimavelli en við náðum ad vinna þá í fyrra i Stokkhólmi þannig að við ætlum okkur ad gera það aftur. Þeir tóku ,,derby" slaginn sinn í seinustu umferð eins og við gerðum svo ad bæði lið munu mæta full sjálftrausts.
Fylgistu eitthvað með gangi mála heima á Íslandi? Hverjir verða Íslandsmeistarar að þínu mati?
Já, audvitad. Ég tel FH vera með rosalega sterkan hóp, sama med KR og Stjörnuna. En held ad FH endi sem sigurverari þetta árið.
Arnór skoraði fyrra mark IFK Norrköping í 2-1 sigri liðsins á nágrönnum sínum í Atvidabergs FF um síðust helgi og má sjá myndband af marki hans hér ásamt umfjöllum um leikinn í heild sinni.