Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Hlaðvarp Víkurfrétta

Hlaðvarp // Una Steinsdóttir
Miðvikudagur 11. desember 2019 kl. 16:27

Hlaðvarp // Una Steinsdóttir

Keflvíkingurinn Una Steinsdóttir segist vera landsbyggðartútta en hún hefur síðustu tvo áratugi verið í framlínu Íslandsbanka en bankaár hennar eru að verða þrjátíu því hún hóf störf í Íslandsbanka árið 1991 og hafði einnig starfað í Verslunarbankanum með skóla. Una er viðmælandi Sjónvarps Víkurfrétta í þættinum Suður með sjó en einnig er rætt við föður hennar og fleiri í þættinum sem var frumsýndur á Hringbraut kl. 21.30 á mánudagskvöld er er svo einnig á vf.is. Þá eru allir þættir frá Sjónvarpi Víkurfrétta einnig sýndir hjá Kapalvæðingu í Reykjanesbæ.

Una var íþróttakempa í Keflavík og varð meðal annars landsliðskona í handbolta en hún prófaði körfubolta líka. Hún hafði hæðina í báðar þessar greinar og ekki vantaði metnaðinn og dugnaðinn í okkar konu sem nú er framkvæmdastjóri viðskiptabanka Íslandsbanka. Við hittum hana á heimavelli í nýjum höfuðstöðvum Íslandsbanka í norðurturni Smáralinda í Kópavogi. Una er gift Reyni Valbergssyni og þau eiga tvíburadæturnar Stefaníu og Sóleyju. Una á ættir sínar að rekja í Garðinn og við hittum hana ásamt föður sínum, Steini Erlingssyni, við einn útvörðinn suður með sjó, gamla vitann á Garðaskaga. Steinn er fæddur og uppalinn í Garðinum og Una er nafna merkiskonu úr sömu sveit.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024