Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Hlaðvarp Víkurfrétta

Hlaðvarp // Júlíus Friðriksson
Sunnudagur 28. apríl 2019 kl. 16:14

Hlaðvarp // Júlíus Friðriksson

prófessor við háskólann í Suður-Karólínu

Keflvíkingurinn Júlíus Gísli Friðriksson, prófessor við háskólann í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, hefur stýrt rannsóknum á bata og endurhæfingu eftir heilablóðfall en niðurstaða úr nýlegri rannsókn á vegum Júlíusar og birtist í hina virta læknariti New England journal of medicine segir að fjórði hver einstaklingur sem nær fullorðinsaldri fái heilablóðfall. Júlíus segir að helstu ástæður fyrir því að fólk fái heilablóðfall séu erfðatengdar og einnig lífsstíl. Mikilvægt sé að stunda hreyfingu, borða hollan mat og reykja ekki.

Heilablóðfall er helsta ástæða fyrir fötlun hjá fólki eftir miðjan aldur. Júlíus og starfsfólkið hans hefur lagt mikla vinnu í rannsóknir á að finna hvernig bæta megi heilsu fólks sem fengið hefur heilablóðfall. Í þessum rannsóknum hafa verið gerðar tilraunir með að hleypa lágum rafstraum á heilavefinn og niðurstaðan úr þeim eru jákvæðar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Þetta snýst um að bæta endurhæfingu fólks. Flestir sjúklinga eru búnir að reyna aðra endurhæfingu. Það er ekkert hægt að gera við skemmd á heila en það er hægt að virkja heilbrigða hluta hans betur. Við hleypum lágum straumi á heilavefinn, aðeins um 1 milliamper og það hefur sýnt góðar niðurstöður. Með þessum rafmagnsskotum vonumst við til að geta tvöfaldað batann sem skiptir mjög miklu máli því algengar afleiðingar af heilaskemmdum hafa áhrif á tölur og skilning. Við erum þannig að reyna að virkja aðrar stöðvar í heilanum til að breytast og vaxa, til að ná sem mestum bata fyrir einstaklinginn.“

Þegar Júlíus kom fyrst til starfa hjá háskólanum í Suður-Karólínu byrjaði hann með þrjá nemendur á rannsóknarstofu sinni. Nú eru fimmtíu manns að vinna við rannsóknir undir stjórn Júlíusar. Deildin hans hefur fengið marga styrki frá Heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna, á þriðja milljarð íslenskra króna frá árinu 2001. Rannsóknirnar eru oft unnar í samvinnu við aðra háskóla en nýlega fékk deild skólans, sem Júlíus stýrir, styrk fyrir um 11 milljónir dollara eða um 1,3 milljarð króna.

„Það er ákaflega gaman og gefandi að finna upp eitthvað nýtt til að hjálpa fólki,“ segir Júlíus sem lék m.a. körfubolta með Keflavík á yngri árum áður en hann fór í háskólanám til Bandaríkjanna eftir nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Það hefur teygst úr þeirri námsdvöl því Júlíus hefur ekki komið heim síðan nema í heimsóknir en Júlíus á eiginkonu og börn og býr öll fjölskyldan í Suður-Karólínu.

Júlíus segir nánar frá þessum málum og fleirum í nýrri eða annarri sjónvarpsþáttaröð Víkurfrétta sem heitir Suður með sjó og er til viðbótar við Suðurnesjamagasín.