Vörumiðlun
Vörumiðlun

Hlaðvarp Víkurfrétta

Hlaðvarp // Guðbjörg Glóð Logadóttir
Föstudagur 8. desember 2023 kl. 15:45

Hlaðvarp // Guðbjörg Glóð Logadóttir

Keflvíkingurinn Guðbjörg Glóð Logadóttir fékk hugmynd að stofnun nýrrar sérverslunar með sjávarfang þegar hún vann í fiskverslun í Boston. Góður gangur í tuttugu ár. Sló í gegn með tilbúnum fiskréttum. Erfitt í byrjun og í hruninu. Fiskur ekki lengur bara mánudagsmatur á Íslandi.

Guðbjörg hefur rekið Fylgifiska, sérverslun með sjávarfang, í rúmlega tuttugu og eitt ár. Verslunin er á Nýbýlavegi í Kópavogi en ævintýrið hófst á sínum tíma á Suðurlandsbrautinni í Reykjavík. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því Guðbjörg opnaði verslunina fyrst og margt þróast í aðra átt en upphaflega var stefnt að.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Það vekur strax athygli þegar komið er inn í Fylgifiska að þar er bara góð matarlykt í loftinu en ekki þessi fiskilykt sem hefði mátt búast við. Galdurinn er sá að Fylgifiskar eru ekki þessi hefðbundna fiskbúð og þangað kemur ekki fiskur með slori. Fiskurinn sem kemur inn í eldhúsið hjá Fylgifiskum kemur flakaður í hús og yfirleitt einnig roðlaus. Eini fiskurinn sem kemur með roði er bleiki fiskurinn, lax og silungur.

Útsendarar Víkurfrétta tóku hús á Guðbjörgu Glóð snemma dags þegar unnið var að því að útbúa rétti dagsins. Sjálf var hún að útbúa túnfisksteikur fyrir fiskborð dagsins en allir fiskréttir eru unnir og kryddaðir frá grunni að morgni dags. Það er mikil handavinna á bak við hvern rétt. Allt skorið til í höndum, grænmetið handskorið og allt kryddað frá grunni. „Við styttum okkur aldrei leið og það er það sem við erum að selja,“ segir Guðbjörg.