Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Hlaðvarp Víkurfrétta

Hlaðvarp // Bjarney S. Annelsdóttir
Föstudagur 11. október 2019 kl. 16:23

Hlaðvarp // Bjarney S. Annelsdóttir

yfirlögregluþjónn

„Lögreglustarf er ekki fyrir alla og þú finnur það fljótt hvort það hentar þér. Flestir fara í lögregluna af hugsjón en ekki út af launaumslaginu. Maður finnur það að fólk sem starfar í lögreglunni eru fyrirmyndir og þegar við erum ekki í búning þá er samt fylgst með okkur því margir vita hverjir starfa við löggæslu í bænum okkar. Við viljum fjölga fólki af erlendum uppruna í lögreglunni hér á Suðurnesjum því hlutfall þeirra hefur vaxið mikið. Þó er nauðsynlegt að fólk tali góða íslensku svo ekki sé hætta á misskilningi. Lögregluliðið þarf að endurspegla samfélagið,“ segir Bjarney Annelsdóttir, nýráðinn yfirlögregluþjónn Lögreglunnar á Suðurnesjum en hún er gestur Sjónvarps Víkurfrétta í þáttaröðinni Suður með sjó.

„Þegar ég byrjaði sjálf í lögreglunni þá hvöttu mamma og pabbi mig áfram og studdu. Ég var mjög stolt þegar ég klæddist sjálf í fyrsta sinn lögreglubúningi og skynjaði vel ábyrgðina sem fylgir þessu starfi en innra með mér var einnig ótti. Eitt er að langa í starfið en annað að vera komin í gallann á leið á fyrstu vaktina sína. Ég kláraði Lögregluskólann og við útskriftina í Bústaðarkirkju, vissi að ég var á réttri hillu. Ég fékk gæsahúð þarna í athöfninni og hafði aldrei fundið þetta áður svona sterkt, ekki nema þegar ég eignaðist börnin mín. Ég var ein af þremur nemendum sem fengu hæstu einkunn og var einnig valin lögreglumaður skólans. Þetta var mikill heiður og ég var mjög stolt,“ segir Bjarney.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024