Töfrandi bláberjasulta!

Berjatíðin stendur sem hæst þessa dagana og ekki seinna en vænna að fara út í móa og reyna að kappkosta við að tína sem mest af bláberjum og krækiberjum til að eiga fyrir veturinn.  Bláber eru sannkölluð ofurfæða fyrir líkamann en þau eru talin hægja á öldrun, hafa bólgueyðandi áhrif, auka insúlínnæmi og halda því blóðsykri í jafnvægi. Bláber eru stútfull af hollum efnum eins og A-vítamíni, járni og trefjum og ég mæli eindregið með þeim sem hluta af mataræði okkar. Þessi sulta er t.d. frábær ofan á brauðmeti, hafragraut, ofan á vöfflur eða sem eftirréttur með grískri jógúrt...

3 b fersk bláber
3-4 msk hlynsíróp
2 msk chia fræ
½ tsk vanilla duft


-bláber og síróp sett í pott og suða látin koma upp og lækka svo hita
-hræra reglulega í 5 mín og kremja bláber varlega með gaffli
-bæta chia fræjum út í, hræra reglulega og leyfa að þykkna í 15 mín
-þegar sulta orðin þykk þá taka af hita og bæta vanillu, auka síróp ef of þykkt
-hægt að nota aðra sætu t.d. agave síróp, pálmasykur, vanillustevia í dropum í stað dufts
-verður úr þessu 1 b sulta, geymist vel í kæli í 1-2 vikur (klárast fljótt, svo gott!)

Heilsukveðja,
Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is