Þrjár leiðir til að koma þér af stað í heilsugírinn!

 

•  Hreinsaðu til í mataræðinu. Út með ruslið og inn með hollustuna! Snjallt t.d. að byrja daginn á eggjahræru, nærandi berjaboosti eða trefjaríkum hafragraut. Narta svo í holla millibita milli mála. Borða hádegis- og kvöldmat sem samanstendur af góðu próteini, flóknum kolvetnum og hollri fitu ásamt vel af grænmeti. Vökva kerfið með slatta af hreinu vatni, góðu jurtate og kaffi í hófi.
 
•  Komdu jafnvægi á meltinguna. Meltingin á það til að fara úr skorðum eftir öll herlegheitin síðustu vikur þannig að nú er bara bretta upp ermar og koma meltingunni í gott stand. T.d. með því að nota psyllium husk trefjaduft, triphala jurtina, chia fræ, aloe vera safa, meltingarensím, acidophilus góðgerla, hörfræolíu eða magnesíum duft en þetta örvar meltinguna og hefur góð áhrif á þarmaflóruna. Mæli nú ekki með að taka þetta allt í einu heldur prófa hvað hentar ykkur. Losa okkur svo við mat sem stíflar ristilinn en þar má nefna unnin fæða, einföld kolvetni í miklu magni og mjólkurvörur í óhófi. Heilsan okkar byggir að miklu leyti á hversu góð meltingin okkar er en þar eiga margir sjúkdómar upptök sín.
 
•  Dragðu úr eitur-og úrgangsefnum í líkamanum. Hefur þú velt því fyrir þér hversu mörg kemísk og toxísk efni líkami þinn verður fyrir daglega? Miðað við lífsstíl okkar í hina vestræna heimi þá hefur þörfin sennilega aldrei verið meiri til að styðja við afeitrunarferli líkamans eins og mögulegt er. Þarna þurfum við að skoða hvernig við getum dregið úr þessum eiturefnum í fæðunni, húðvörum, hreinsivörum og nánasta umhverfi okkar. Nokkur ráð til að hreinsa líkamann er t.d. sítrónuvatnið góða, jurtate eins og dandelion te og nettlu te (frá Clipper), borða söl, taka spirulinu eða chlorella hylki, drekka græna hreinsandi boosta, grænmetissafa og nærandi súpur. Tökum hressilega á móti nýju ári með því að setja heilsuna í forgang og tileinkum okkur góðar heilsuvenjur!
 
Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
 
www.grasalaeknir.is
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.instagram.com/asdisgrasa