Tæklum jólastressið…

Hann getur verið ansi langur gátlistinn hjá okkur þegar nær dregur jólum og í góðri trú reynum við að töfra fram hin ‘fullkomnu jól’ og stöndum okkur að því að þrífa allt hátt og lágt, baka heilan haug af smákökum, fara milli búða og versla, mæta í boð og partý, o.s.frv. Vissulega er þetta allt af hinu góða og ánægjulegt fyrir margar sakir og hluti af okkar hefðbundna jólaundirbúningi, en stundum getur þetta orðið yfirþyrmandi og hreinlega endað í streitu, kvíða og jafnvel svefnleysi. Streita er eðlilegt viðbragð gegn ytra og innra áreiti en ef streitan verður langvinn og við náum ekki að losa um streituna þá magnast hún upp og fer að vera líkamanum skaðleg. Með því að vera meðvituð um áhrif streitunnar á heilsu okkar þá eru meiri líkur á að við látum þetta ekki ná tökum á okkur. Það eru nokkrar leiðir sem við getum nýtt okkur til að draga úr streitunni sem getur verið fylgifiskur jólahalds. 1) Fáum nægan svefn og hvíld. 2) Kyrrum hugann og notum drögum djúpt andann. 3) Notum hreyfingu og reglulega göngutúra. 4) Borðum vel og reglulega yfir daginn. 5) Höldum örvandi efnum eins og kaffi og koffíni í hófi. Með þessu móti náum við enn frekar að njóta líðandi stundar með bros á vör og gleði í hjarta :)

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir