Svalandi grænmetissafar

Grænmetissafar eru sneisafullir af næringarefnum og frábær leið til þess að auka inntöku okkar á grænmeti og ávöxtum sem við annars myndum kannski ekki ná að borða yfir daginn. Þeir eru líka mjög hentugir til að koma grænmeti ofan í börn og unglinga og eins þá sem eru ekki mikið fyrir grænmeti. Gott ráð er að hafa hlutföllin ¾ hluta grænmeti á móti ávöxtum þannig að uppistaðan sé aðallega grænmeti og koma þannig í veg fyrir að við séum að innbyrða of mikinn ávaxtasykur í hreinu formi. Grænmetissafar eru yfirleitt notaðir sem hluti af máltíð eða milli mála og stuðla að bættri heilsu okkar á marga vegu ásamt því að vera frískandi og svalandi í amstri dagsins. Ferskir safar hafa hreinsandi og nærandi áhrif og það er afar einfalt að útbúa holla heilsudrykki úr fersku grænmeti og ávöxtum. Læt fylgja með eina klassíska uppskrift að gulrótarsafa en svo er bara að prófa sig áfram!

Gulrótarsafi:
4 gulrætur
1 appelsína
Engiferbútur
1 epli
-allt sett í safapressu


Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is