Sumarlegur og hollur ís

Það getur verið gott að eiga íspinna í frystinum þegar húsið fyllist allt í einu af krökkum og allir svangir eftir alla útiveruna. Sjálfsögðu ekki verra ef ísinn er er laus við aukaefni, bragðefni og hvítann sykur en mig langar til að gefa ykkur tvær ofur einfaldar uppskriftir að ís sem hægt er að setja í íspinnaform eða venjulegt ísbox. Það er nefnilega svo auðvelt að gera þetta sjálfur og kannski frekar hægt að kalla svona útgáfu ‘ís-boost’ þar sem öllu hráefninu er skellt í blandarann eða matvinnsluvél og hellt í form og fryst, brjálæðislega einfalt og súper hollt!  

Jarðaberja ís
1 b frosin jarðaber
3 frosnir bananar
½ b kókosrjómi (Coco cuisine)
10 dropar vanillustevía (Now)

Mangó ís
1 poki frosið mangó
3 msk kókosflögur
1/3 b þurrkað mangó
½ b möndlumjólk
1 kreist sítróna

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir