Súkkulaðikaka á rigningardögum

Það kemur fátt í staðinn fyrir sneið af nýbakaðri súkkulaðiköku á góðum rigningadegi og það er eina vitið þessa dagana að henda í eina skothelda heilsuköku og njóta og brosa framan í gráu skýjabakkana sem blasa við okkur út um gluggann. Læt fylgja uppskrift að einni sem ég rakst á og hef prufað sjálf og kemur skemmtilega á óvart.
Botninn:
3 b möndlumjöl
2 b kókósflögur
¾ b hreint kakóduft
3 msk kókóspálmasykur
¼ tsk sjávarsalt
1 tsk vanilluduft eða dropar
1 stk ferskur chili (fræhreinsaður)
2 blóðappelsínur safi og börkur
2 lítil epli
12 döðlur

Setjið  möndlumjöl, kókósflögur, salt og kakó í blandara og setjið til hliðar.
Setjið vanillu, döðlur, kókospálmasykur, epli, chili og börk og safann úr blóðappelsínunum í blandarann og látið maukast vel þangað til áferðin er orðin silkimjúk.
Setjið mjölið út í döðlublönduna og blandið vel saman.
Setjið í form og bakið í 180°C heitum ofni í 45 mín en kakan á að vera aðeins mjúk í miðjunni.

Kremið:
2 avokadó

1/8 tsk sjávarsalt
1/4 bolli kakóduft

4 msk kókóspálmasykur, agave / hunang
1 tsk hreint vanilluduft

2 msk appelsínubörkur
 +
blóðappelsínusneiðar til skreytingar

- Blandið í blandara þar til silkimjúkt og skreytið með blóðappelsínusneiðum og röspuðum berkinum.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir