Súkkulaði í tilefni dagsins

Þar er nú orðið alvitað að dökkt súkkulaði er hollt fyrir okkur og þar sem ég er mikil súkkulaðikona þá læt ég ekki gott tilefni eins og valentínusardaginn fram hjá mér fara án þess að gæða mér á eðal súkkulaði. En samkvæmt bandarískum sið þá tjá menn ást sína þar í landi með súkkulaði á þessum degi og því ekki að gera slíkt hið sama og gleðja einhvern með góðu súkku-laði, get lofað ykkur að það mun falla vel í kramið:) Læt fylgja æðislega uppskrift að köku sem er algjör hollusta og mikið lostæti...

Súkkulaði snikkerskaka:

400 g döðlur
200 g hnetur
2 dl (70 g) kókósmjöl
3-4 rískökur (brown rice)
1 dl sólblómafræ
3 msk lífrænt hnetusmjör
½ tsk vanilluduft
smá sjávarsalt

Döðlur mýktar í vatni, hita ekki sjóða
ristið kókósmjöl og hnetur á pönnu
myljið hnetur og rískökur í matvinnsluvél (ekki í mauk) og hellið í skál
maukið döðlur í matvinnsluvél og setjið hnetusmjörið út í, bráðnar saman
hellið öllu hinu út í vélina og látið þetta blandast, ekki of lengi
þjappið í form með bökunarpappír í botninum
passar í kringlótt smelluform 24 cm. Kælið (jafnvel í frysti smástund)

Súkkulaðikrem:

    ½ dl lífræn kókósolía
    ½ dl kakósmjör
    ½ dl hreint kakóduft
    ½ dl agavesíróp eða hunang
    2 msk lucuma duft
    smá vanilla og salt

Setjið kókósolíukrukku smástund í heitt vatn svo verði fljótandi
bræðið kakósmjör yfir vatnsbaði
hræra svo öllu saman og leyfa að kólna aðeins áður en sett á kökuna
takið kökuna úr forminu og hvolfið á disk
takið pappírinn af og setjið kremið á
flott að skreyta með gojiberjum og kókósflögum


Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir