Sítrónuvatn í byrjun dags

Eins einfalt og það hljómar þá er ótrúlegt hvað það getur haft góð áhrif á líkamann að byrja daginn á að kreista sítrónu í vatn og drekka. Þetta kveikir á meltingunni og er líka svo frískandi til að koma manni af stað inn í daginn.  Ef það er tregða á meltingunni mæli ég með að þið notið frekar volgt eða heitt vatn en bara þetta litla trix getur stundum verið nóg til að örva meltinguna og margir oft hissa hvað þetta einfalda ráð getur virkað vel. Ég tók saman nokkra punkta yfir heilsubætandi áhrif þess að drekka sítrónuvatn regulega.

Sítrónur örva lifrina og gallblöðru og hafa þannig hreinsandi og afeitrandi virkni.

Sítrónur innihalda flavoníða sem eru virk plöntuefni sem hafa fyrirbyggjandi áhrif á magasár, en þessi efni eru að finna í hvíta skinninu innan í sítrónuhýðinu.

 

Sítrónur innihalda C-vítamín og eru því góðar til að styrkja ónæmiskerfið. Þær innihalda einnig bakteríudrepandi efni sem geta gagnast gegn kvefsýkingum.

Sítrónur geta hugsanlega dregið úr slímmyndun í ennis- og kinnholum.

Sítrónur eru taldar hafa basísk áhrif á líkamann en sumir vilja meina að við séum að borða of mikið af mat sem gerir líkamann súran.

Sítrónur eru taldar góðar til að viðhalda hreinni húð.

Sítrónur eru vökvalosandi.Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebbook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir