Sætt sítrus grænkálssalat

Grænkálið kemur nefnilega skemmtilega á óvart í salat og fínasta tilbreyting frá hinu hefðbundna salati.

Nú er grænkálið farið að spretta í matjurtagörðum víðast hvar og það er líka orðið fáanlegt í grænmetisdeildinni í búðunum fyrir þá sem vilja prófa. Grænkálið kemur nefnilega skemmtilega á óvart í salat og fínasta tilbreyting frá hinu hefðbundna salati. Grænkálið er einnig einstaklega mikil hollustufæða en það er próteinríkt og gefur okkur fullt af góðum steinefnum, trefjum og jurtaefnum. Það er svo gaman að rækta það því það æðir áfram og vex allt sumarið og fram á haust og t.d. auðvelt að vera með það í pottum á pallinum eða í litlu beði. Það nánast sér um sig sjálft og gefur góða uppskeru allt sumarið. Sjálf nota ég grænkálið mikið og bý gjarnan til grænkálssnakk úr því, nota það í salat, set það í boostið eða bý til pestó úr því. Endalausir möguleikar með þetta flotta næringarríka kál.

1 stk stórt grænkálsblað

safi úr ½ appelsínu

½ bolli þurrkuð trönuber

1 bolli valhnetur

smá hreinn fetaostur ef vill

smá ólífuolía

Grænkálið rifið af stilknum og rifið í munnbita. Öllu blandað saman í skál og gott að leyfa að standa í 30 mín.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.

www.facebook.com/grasalaeknir.is

www.pinterest.com/grasalaeknir