Rabbabara Rúna...

Nú flæðir allt í rabbabara víða í görðum og einmitt rétti tíminn til að tína stönglana og nýta þetta frábæra hráefni sem hefur verið órjúfanlegur hluti af matarmenningu okkar. Rabbabarinn er merkileg planta og er rabbabararót notuð í meðferðarskyni sem hægðaörvandi jurtalyf og til að örva starfsemi meltingarfæra og er einstaklega áhrifarík ef um latann ristil er að ræða. Rabbabari er mikil heilsubót en hann inniheldur hátt hlutfall C-vítamíns, A- og K-vítamíns, kalks og góðra trefja. Fundist hafa sterk andoxunarefni eins og lutein sem er styrkjandi fyrir sjónina og polyfenól efni sem hugsanlega draga úr æxlismyndun. Hafa ber þó í huga að ekki er ráðlagt að nota blöðin af rabbabara til inntöku þar sem þau innihalda mikið magn af oxalsýru sem er ekki æskileg fyrir fólk með nýrnasteina. Það má nýta rabbabarann á marga vegu til matargerðar eins og sultu, sem fyllingu í kökur og pæ, rabbabaraís, o.fl.

Rabbabara og jarðaberja eftirréttur
4 b saxaður ferskur rabbabari
2 b fersk skorin jarðaber
1 msk agavesíróp
1 b fínt haframjöl
½ b kókós pálmasykur
¼ b kókósolía eða smjör
Smá vanilla ef vill
1 tsk kanill

-hita ofn í 175°
-hræra saman í skál rabbabara, jarðaberjum og agave
-færa yfir í eldfast mót
-hræra saman í sömu skál, höfrum, pálmasykri og kanil
-bæta smjöri eða olíu þangað til klípist saman og dreifa í bitum ofan á rabbabarablöndu
-baka í 40 mín eða þar til rabbabarinn er farinn að mýkjast og efsta lagið orðið stökkt
-hægt að sleppa agave og setja nokkra dropa af vanillustevíu í staðinn (náttúruleg sæta)
-frábært að bera fram með grískri jógúrt hrærð með smá hunangi....ómótstæðilega gott!

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is