Prótein pönnuköku lummur

Þessar hollustu lummur eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana en þær eru prótein og trefjaríkar og gefa okkur líka smá kolvetni til að fá orku yfir daginn. Hægt er að nota þær ýmist sem morgunmat, hádegismat eða millimál. Ég geri oft 2x skammt og frysti til að geta hent í ristavélina eftir þörf. Ég er nýbúin að uppgötva rosalega gott lífrænt próteinduft frá Sunwarrior sem heitir Warrior blend (fæst auðvitað í Nettó) sem gefur manni góða fyllingu og næringu og hægt að nota í boost, orkukúlur og svona lummur. Svo mér finnst líka gott að kaupa tilbúin möluð hörfræ frá Now sem heitir Flax seed meal en hörfræin gefa okkur omega 3 fitusýrur og góðar trefjar fyrir ristilinn. Endilega prófið og ég mæli með að þið skellið kókósrjóma, smá grískri jógúrt og fersk ber ofan á lummurnar á góðum degi.

3 eggjahvítur

1 mæliskeið próteinduft

2 msk möndlumjólk

1 msk möluð hörfræ

½ stappaður banani

1 tsk kanill

Salt ef vill

 

Hrærið öllu saman og steikið á pönnu upp úr kókósolíu.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.

www.facebook.com/grasalaeknir.is

www.instagram.com/

www.grasalaeknir.is