Pitsur í hollari kantinum...

Pitsur er matur sem flestum þykir góður og er býsna algeng máltíð á mörgum heimilunum sérstaklega þegar helgin gengur í garð. Pitsur geta nefnilega talist heilsumatur ef maður notar réttu hráefnin til þess. Mig langar að deila með ykkur uppskrift úr heilsumatreiðslubókinni ´Happ Happ Húrra´  og þið getið annað hvort notað lífræna tilbúna pitsusósu eða gert hana sjálf frá grunni ef viljið. Hægt er að frysta pitsabotnana ef þið viljið eiga til að grípa í seinna. Svo er bara að nota ímyndunaraflið og nota það álegg sem manni dettur í hug hverju sinni, krakkarnir vilja nú yfirleitt hafa þetta frekar einfalt og borða frekar grænmetið saxað ferskt sem meðlæti. Hugmyndir að áleggi á pitsuna gæti t.d. verið paprika, sveppir, rauðlaukur, mjúkur mozzarella ostur, hráskinka, klettasalat, basilika, o.fl.

5 dl heilhveiti
3 dl blanda af höfrum, sesamfræjum eða sólblómafræjum
2 msk þurrkað oreganó
½ msk sjávarsalt
2 msk vínsteinslyftiduft
2 ½ dl volgt vatn
8 msk ólífuolía

-blandið þurrefnum saman.
-hellið vatni og olíu saman við. Hrærið varlega. Bætið heilhveiti ef þörf.
-hnoðið saman og skiptið deiginu í 6 hluta. Fletjið hvern hluta í u.þ.b. 9“ hring.

Gott að nota disk sem mót

-bakið í um 10-15 mín við 200°C
- Þið endið með 6 stk litlar 9“ pitsur með þessari uppskrift þannig að hver getur haft sitt eigið álegg!

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir