Piparmynta – kröftug lækningajurt

Piparmynta (mentha piperita) er ein vinsælasta og algengasta lækningajurt sem fyrirfinnst sem er notuð í matargerð eða til lækninga en hún er þykir afar hressandi og frískleg á bragðið. Flestir nota piparmyntu í mat og drekka te af jurtinni en nú til dags eru til margar rannsóknir sem styðja virkni piparmyntu og hefur það færst í aukana að nota hana til lækninga gegn ýmsum einkennum og kvillum.

Piparmynta er einstaklega áhrifarík gegn meltingafærakvillum eins og iðrakveisu eða magamígreni eins og það er oft kallað (irritable bowel syndrome), en hún hefur sterka krampastillandi virkni á kviðverki og ristilkrampa. Í þessu tilfelli er gjarnan notuð piparmyntuolíu hylki til að ná sem mestum áhrifum. Piparmyntute er gott gegn meltingartruflunum og uppþembu og er einnig gagnlegt gegn magakveisu í ungabörnum.  Eins getur piparmynta slegið á ógleðiseinkenni, haft mild verkjastillandi áhrif á höfuðverk, dregið úr frjókornaofnæmi og slímmyndun í öndunarfærum og dregið úr andremmu.

Piparmynta er oft notuð útvortis í krem og smyrsl á vöðva og liði þar sem hún hefur vöðvaslakandi og mild verkjastillandi áhrif. Til þess að njóta heilsueflandi áhrifa piparmyntu er snigðugt að nota hana sem hluta af mataræðinu og drekka reglulega myntute, nota ferska piparmyntu í boosta og eftirrétti eða út í sósur og mat. Frábær lækningajurt til að bragðbæta matinn okkar og sem skyndilausn til að slá á maga- og höfuðverk.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir