Orkustykki úr quinoa

Quinoa er glúteinlaust korn sem gefur góða næringu og er góð tilbreyting í daglegt mataræði. Það er ríkt af næringarefnum eins og járni, kalki, magnesíum, fólínsýru, vítamín B2 og fosfór. Einnig inniheldur quinoa helstu amínósýrurnar sem líkaminn þarf og er talið vera fullkomið prótein. Hægt er að nota quinoa sem meðlæti með mat, sem morgungraut, í brauð og bakstur, í súpur, o.fl. Þessi uppskrift hér að neðan veitir okkur orkuríka næringu og tilvalin til að grípa í sem millibita eða þegar okkur langar í eitthvað sætt og saðsamt.

¾ b medjool döðlur (um 7-8 stk, fjarlægja steina)
2/3 b hreinn eplasafi
1 tsk vanilluduft/dropar
¼ b chia fræ
2 msk kókósolía
1½ b quinoa flögur
1 b pistasíuhnetur (fjarlægja skel, gróft saxaðar)
½ b valhnetur (gróft saxaðar)
1½ b þurrkaðar fíkjur (gróft saxaðar)
1½ tsk kanill

-gerir um 16 stk
-hita ofn í 180°C
-blanda döðlum, vanillu og eplasafa í skál og láta standa í 10 mín
-setja í blandara eða töfrasprota og mauka saman
-setja í litla skál og blanda chia fræjum saman við, setja til hliðar í 10 mín meðan fræin draga í sig vökva
-á meðan, bræða kókósolíu á vægum hita og bæta quinoa flögum, pistasíuhnetum og valhnetum, hræra í 3-4 mín
-bæta kanil og hræra vel saman við, taka af hita og setja í stóra skál
-bæta fíkjum og chia/döðlumauki og hræra þar til þykkt deig
-setja bökunarpappír á ofnskúffu og fletja deig vel út
-láta bakast í 30 mín í ofni, láta kólna og skera svo í 5x5 kubba (gerir 16 stk alls)
-geymist í kæli í 1 viku en líka gott að frysta og eiga seinna

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is