Ónæmisstyrkjandi C-vítamín hristingur

Ég fæ margar fyrirspurnir þessa dagana um hvað sé best að gera til að verjast kvef- og flensusýkingum fyrir komandi vetur og datt í hug að gefa ykkur einfalda uppskrift sem inniheldur styrkjandi næringar- og plöntuefni sem efla ónæmiskerfið. Hvet ykkur til að nota algeng krydd sem forvörn eins og kanil, engifer, cayenne pipar, hvítlauk, turmerik og negul. Allt eru þetta virkar og öflugar lækningajurtir sem hafa mikla virkni til að vinna gegn öndunarfærasýkingum og styðja við starfsemi ónæmiskerfisins. Sem dæmi þá eru kanill, hvítlaukur og negull bakteríu- og vírusdrepandi fyrir mörgum örverum, turmerik og engifer draga úr bólgum í öndunarfærum og cayenne pipar er mjög slímlosandi. Mjög einfalt er að nálgast þessar kryddjurtir og hentugt og fljótlegt að nota þær í duftformi til að setja út í heitt vatn með lífrænu hunangi eða út í hristinga eða grænmetissafa. Tökum komandi vetri fagnandi með sterku og hraustu ónæmiskerfi!

1 stórt glas Biotta gulrótarsafi
1 sítróna kreist
1 appelsína í bitum
1 hnefi  frosnir ávextir (ananas, mangó)
1 tsk engifer duft
1 tsk turmerik duft
Smá dash cayenne pipar
½-1 tsk kanill eða negull
Vatn eftir þörfum


-öllu skellt í blandara!


Heilsukveðja,
Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is