Ofurfæðan grænkál

Mér til mikillar gleði og ánægju þá opnaði ég grænmetiskassann minn í vikunni og blasti við mér fullur kassi af brakandi fersku laufmiklu salati af ýmsum gerðum og litum. Alltaf jafn ánægjulegt að bíða eftir uppskerunni á sumrin og geta svo farið út í garð og klippt sitt eigið grænmeti og salat á diskinn. Grænkálið er afar sérstakt kál að mínu mati, það er harðgert, auðvelt í ræktun og vex mjög kröftuglega allt sumarið og fram eftir hausti fyrir utan hvað það er bráðhollt fyrir okkur! Grænkálið er eitt næringarríkasta grænmeti sem fyrirfinnst og inniheldur m.a. A, C, og E vítamín, járn, kalk, magnesíum og fólínsýru. Grænkálið hefur góð áhrif á ristil, þarma og lifrina en efni úr grænkáli eru talin ýta undir afeirrunarstarf+semi lifrarinnar. Hægt er að nota grænkálið á ýmsa vegu í daglegu mataræði eins og í ávaxtaboost, súpur, salöt, pottrétti, gufusoðið eða léttsteikt á pönnu með öðru grænmeti. Ef þið búið ekki svo vel að rækta grænkál sjálf er hægt að fá grænkál í sumum stórmörkuðum og heilsubúðum.

Grænkáls snakk:
6-8 blöð af grænkáli
Smá sjávarsalt
3 msk ólífuolía

-fjarlægja stöngla og rífa niður kálblöðin í skál.
-allt hrært vel saman í skál og olían látin smyrjast vel á blöðin.
-setja á bökunarpappír í ofnskúffu og bakað í ofni við 200°C með blæstri í 10-15 mín.
-ljúffengt snakk sem er súperhollt!


Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.

www.facebook.com/grasalaeknir.is