Nokkur trix fyrir heilsusamlegri jól

•    Muna eftir að borða reglulega yfir daginn. Þannig höldum við blóðsykrinum í jafnvægi og dettum síður í óhollustuna og ofát. Sumir eiga það til að borða óreglulega á hlaupum í jólastressinu og gott að minna sig á að næra sig vel þrátt fyrir allt sem á eftir að gera.

•    Halda sig við að æfa reglulega. Betra að æfa snemma dags á þessum tíma þar sem það vill oft verða

•    Passa inntöku á fljótandi kolvetnum eins og gosi, jólaöli, djús og áfengi. Vissulega sumt af þessu allt í góðu svona spari yfir hátíðarnar en stundum er þetta of mikið af hinu góða. Þetta tikkar lúmskt inn hjá fólki án þess að það átti sig á því. Gleymum ekki vatninu góða.

•    Muna eftir grænmetinu og ávöxtunum. Þó að smákökur og konfekt séu á hverju borði um þessar mundir þá megum við ekki gleyma holla matnum og afar mikilvægt að hafa jafnvægi í deginum okkar og halda sig við góðu venjurnar sínar.  

•    Drekkum heilsubætandi jurtate fyrir meltinguna eins og fennelte, myntute, lakkríste, o.fl. Getum þannig hjálpað meltingunni betur og stuðlað að minni uppþembu og óþægindum í maga.

•    Notum heilsubætandi krydd yfir jólin eins og múskat, kanil, kardimommur, engifer og negul. Allar þessar jurtir eru þrælvirkar og hafa fjölbreytt áhrif á heilsu okkar.

•    Prófa náttúruleg sætuefni í baksturinn eins og erythriol, xylitol, sukrin, pálmasykur og stevíu. Auðvelt að nota og skipta út og hefur lítil áhrif á líkamann samanborðið við hvítann sykur.

•    Borðum hægar og í hófi. Hófsemi er lykilatriði þegar kemur að öllum jólaboðunum og jólamatnum. Njótum þess að borða mat sem erum ekki vön að leyfa okkur annars og ef við gætum hófsemi í mat og drykk þá erum við í góðum málum.

•    Slepptu samviskubitinu og njóttu!

Jólakveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir