Nokkrar góðar grillsósur

Nú þegar grilltímabilið stendur sem hæst er upplagt að deila með ykkur léttum og heilsusamlegum uppskriftum að sósum með grillmatnum. Þær má nota með grilluðu grænmeti, fiski, kjúkling og kjöti eftir smekk hvers og eins. Þessar sósur eru afskaplega einfaldar og fljótlegar og auðvitað reynum við að hafa þær í hollari kantinum og fullar af góðri næringu!

Graslaukssósa:
1 dós sýrður rjómi 5%
1-2 hvítlauksrif pressuð
3 msk saxaður graslaukur
1 msk sítrónusafi
Salt/pipar
*Öllu blandað saman í skál.

Agúrku raita sósa:
1 agúrka
½ dós grísk jógúrt
1 hvítlauksrif
½ tsk kumin duft
1-2 vorlaukar saxaðir
Fersk mynta söxuð
Salt/pipar
*Agúrkan rifin gróft niður á rifjárni, þá er hún söltuð og látin standa í nokkrar mín. Hinu blandað saman og svo agúrku bætt saman við.

Satay hnetusósa:
125 gr gróft lífrænt hnetusmjör
1 fínt saxaður skalottulaukur
1 tsk saxað engifer
1 kjarnhreinsaður rauður chili pipar
300 ml kókósmjólk eða sýrður rjómi
Safi úr 1/2 lime
1 tsk pálmasykur
1 tsk tamari sojasósa
¼ búnt ferskt kóríander
*Allt sett í matvinnsluvél eða blandara.Heilsukveðja,
Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is