Nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú nærð ekki að léttast

Margir glíma við ofþyngd nú til dags og eru oft margvíslegar ástæður sem liggja að baki þyngdaraukningu. Ákveðnir þættir geta haft mikil áhrif á efnaskiptin okkar í daglegu lífi en vissulega eru grunnatriði eins og hóflegir skammtar, regluleg hreyfing, fjölbreytni í mataræði og nægileg hvíld mikilvægir þættir þegar kemur að jafnvægi í líkamanum almennt.  Hugsanlega gætu eftirfarandi ástæður haft hamlandi áhrif á efnaskiptin þín. Það getur verið gagnlegt að fara aðeins yfir stöðuna hjá sér og athuga hvort eitthvað af þessum atriðum gætu verið að trufla efnaskiptin.

1. Skortir D vítamín.
2. Of mikil streita og álag.
3. Hormónakerfi þitt er ekki í jafnvægi.
4. Ert ekki að stunda rétta hreyfingu og/eða hreyfir þig of lítið.
5. Skortur á nægum svefn og hvíld.
6. Vantar meiri holla fitu í mataræði þitt.
7. Vanvirkur/hægur skjaldkirtill.
8. Viss lyf og sjúkdómar hægja á efnaskiptunum.
9. Melting og upptaka næringarefna ekki nægilega góð.
10. Borðar of mikið! Ofát/of stórir skammtar.


Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir