Náttúruleg ráð gegn frjókornaofnæmi

Frjókornaofnæmi getur verið ansi hvimleitt og valdið viðkomandi miklum óþægindum. Frjókorn frá ýmsum gróðri geta valdið bólguviðbrögðum í ónæmiskerfinu með aukinni framleiðslu á histamíni, prostaglandínum og fleiri bólgumyndandi efnum. Áhrifin eru fyrst og fremst í slímhúð efri öndunarfæra og helstu einkenni eru augnkláði, kláði í nefi og hálsi, nefstíflur, nefrennsli, hnerri, þreyta og þrýstingur í höfði. Hægt er að halda einkennum í lágmarki með náttúrulegum leiðum en hafa ber í huga að sumir

Vel samsett og næringarrík fæða er að sjálfsögðu undirstaðan að sterku og heilbrigðu ónæmiskerfi. Ákveðin náttúruefni hafa jákvæð áhrif á einkenni frjókornaofnæmis eins og omega 3 fitusýrur, quercetin og C vítamín. Quercetin virðist koma í veg fyrir losun histamíns og er einna helst að finna í berjum, lauk, grapeávexti og eplum. Omega 3 fitusýrur fáum við með góðu móti úr lýsi, hörfræolíu og valhnetum. C vítamín finnst víða í grænmeti og ávöxtum og þá sérstaklega í sítrusávöxtum og papriku. Acidophilus meltingagerlar stuðla að heilbrigðri þarmaflóru í meltingarvegi og hafa þannig styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið. Ýmsar jurtir geta dregið úr einkennum frjókornaofnæmis og ber helst að nefna brenninettlu, vallhumal, ylliblóm, kamilla, engifer og morgunfrú. Hægt er að drekka þessar jurtir í teformi eða taka inn í hylkjum en það þarf að taka þær inn frekar reglulega til að draga úr einkennum. Einnig er gagnlegt að setja eucalyptus ilmkjarnaolíu í pott af heitu vatni og anda að sér (gufuinnöndun) en það hefur slímlosandi áhrif.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is