Möndlu- og hindberjamuffins

Framundan er páskafrí með börnunum í góðu yfirlæti og þá getur verið notalegt að nostra svolítið í eldhúsinu og baka fyrir heimilisfólkið. Þessar muffins eru mjög gómsætar fyrir smáa sem stóra og tilvalið að skella í eina svona uppskrift og taka t.d. með í sumarbústaðinn eða ferðalagið. Gleðilega páska!

2 b heilar möndlur

½ b kókósflögur

1 tsk vínsteinslyftiduft

½ b kókóspálmasykur

1 tsk vanilluduft eða dropar

½ b fljótandi kókósolía

½ b fersk eða frosin hindber

4 egg

 

•    Hitið ofninn í 170°C.

•    Raðið 12 stk muffins formum á bökunarpappír.

•    Malið möndlur fínt í matvinnsluvél.

•    Blandið saman í skál þurrefnum.

•    Pískið saman í sér skál eggjum, olíu, vanillu og sætuefni.

•    Hægt að nota önnur sætuefni eins og sukrin gold, sugarless sugar, erythriol eða xylitol ef vill.

•    Blandið eggjablöndu út í skál með þurrefnum.

•    Hellið deiginu í muffins form og bætið hindberjum ofan á (þrýsta þeim létt ofan í deigið).

•    Bakið í 20 mín eða þar til muffins kökurnar eru orðnar gylltar.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.