Mikilvægi meltingargerla

Meltingurinn er um nokkrir metrar að lengd og hefur að geyma gríðarlegan fjölda örvera sem undir venjulegum kringumstæðum lifa þar í sátt og samlyndi við líkamann. Ýmislegt getur þó raskað þessu umhverfi örvera eins og sjúkdómar, ofnotkun sýklalyfja, mataræði og aðrir umhverfisþættir. Talið er að stór hluti ónæmiskerfisins liggi í meltingarveginum og því mikilvægt fyrir sterkt ónæmiskerfi að stuðla að heilbrigðri þarmaflóru með inntöku á meltingargerlum. Góðir meltingagerlar halda skaðlegum örverum niðri s.s. sveppum og bakteríum, bæta meltingu, framleiða nauðsynleg efni eins og B- og K-vítamín, ásamt því að auka frásog næringarefna.

Meltingargerlar geta hugsanlega gagnast okkur gegn magasýkingum og niðurgangi, iðrakveisu (irritable bowel syndrome eða), Crohn‘s sjúkdómi og sáraristilbólgu, fæðuóþoli, ofnæmi og exemi, blöðrubólgu, sveppasýkingum, kvef og umgangspestum. Fjölmargar tegundir meltingargerla (öðru nafni acidophilus eða probiotics) fyrirfinnast en algengustu tegundirnar eru Lactobacillus og Bifidobacteria sem við getum fengið úr sýrðum mjólkurvörum eins og Ab-mjólk en einnig er hægt að taka gerla inn í hylkjum.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is