Meistaramánuður

Þar sem heilsu- og forvarnarviku er senn að ljúka þá hafa vonandi einhverjir nýtt sér fræðslu og viðburði sem hafa verið í boði fyrir bæjarbúa til að koma sér af stað í heilsusamlegri lífsstíl. Svokallaður meistaramánuður er nú hafinn en þetta er árlegt átak í októbermánuði til að bæta lífsvenjur sínar með því að setja sér markmið sem auka vellíðan og heilsu og búa til betri venjur fyrir hina mánuðina. Hægt er að skrá sig á netinu fyrir þá sem vilja á www.meistaramanudur.is Þetta hefur farnast mörgum vel að fara af stað með krafti í október og nýta þetta sem hvatningu til breytinga í sínu lífi. Það er vissulega mikilvægt að setja sér markmið svo við náum að uppskera eins og við ætlum okkur. Hvað er það sem þú getur breytt til hins betra í daglega munstrinu þínu? Drekka minna kaffi? Hreyfa þig meira og reglulega? Eyða meiri tíma með fjölskyldu og vinum? Borða minni sykur? Borða meira grænt? Muna eftir millibitunum? Borða hóflega og minnka skammtana? Læra hugleiðslu? Skoraðu á sjálfa/n þig!

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir