Matur sem vinnur gegn bólgum

Við getum sjálf haft áhrif á bólgumyndun í líkamanum að einhverju leyti með því sem við setjum ofan í okkur daglega en margir sjúkdómar einkennast oftar en ekki af bólgumyndun. Eftirfarandi matur og náttúruefni hafa bólgueyðandi áhrif á líkamann.

1. Turmerik
Þessi inverska lækningajurt hefur verið mikið rannsökuð og margoft sýnt fram á bólgueyðandi eiginleika hennar en turmerik hamlar virkni ensíma sem ýta af stað bólgum. Turmerik er notað sem krydd í mat en líka hægt að hræra út í heitt vatn með hunangi og drekka eins og te.

2. Engifer
Svipar til áhrifa turmeriks en engifer inniheldur virk efni sem heita gingerols og slá á bólgur. Sniðugt að bæta í mat, drekka sem te eða setja í safapressuna og boosta.

3. Bláber
Innihalda hátt hlutfall andoxunarefna en þau eru talin bólgueyðandi og vernda vefi líkamans gegn hrörnun og frumuskemmdum.

4. Lax og omega 3 fitusýrur
Feitur fiskur eins og lax, lúða og þorskur innihalda verulegt magn af omega 3 fitusýrum en það er orðið alvitað að þessar lífsnauðsynlegu fitusýrur eru með því mest bólgueyðandi sem fyrirfinnst í náttúrunni. Omega 3 fitusýrur hamla virkni ensíms sem heitir cyclooxygenase (COX) sem er helsta uppspretta bólgumyndunar í líkamanum og flest bólguhamlandi lyf hafa einnig áhrif á þetta ensím.

5. Avókadó
Innihalda virk plöntusteról efni og einómettaðar fitusýrur sem  draga úr framleiðslu á prostaglandínum E2.

Það eru fjölmargar fæðutegundir sem hjálpa okkur að vinna gegn bólgum og fleira sem einnig er gott að nota reglulega eru t.d. hörfræ, valhnetur, chia fræ, grænt te, kanill, sellerí, ananas, dökk ber og grænt laufgrænmeti.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir