Makademíuhnetur

– Ásdís grasalæknir skrifar um heilsu

Má til með að deila með ykkur nýjasta æðinu hjá mér þessa dagana en það eru makademíuhnetur, ég er nýbúin að uppgötva þessar dásamlegu hnetur sem auðvitað eru sneisafullar af hollustuefnum. Makademíuhnetur innihalda mikilvæg steinefni, vítamín og góðar einómettaðar fitusýrur sem eru æskilegar fyrir heilsu hjarta- og æðakerfis. Einómettaðar fitur geta haft áhrif á að lækka slæma kólesterólið (LDL). Þessar hnetur eru einnig ríkar af járni, magnesíumi, sínki, selen, A, B og E vítamínum. Þær innihalda mikið magn af flavóníðum sem eru virk plöntuefni sem vernda okkur gegn ýmsum sjúkdómum. Makademíuhnetur eru einu hneturnar sem innihalda fitursýruna ‘palmitoleic acid’ sem er talin auka efnaskiptin og þ.a.l. góðar þegar kemur að þyngdarstjórnun. Einnig eru þessar ljúffengu hnetur taldar hafa jákvæð áhrif á lifrina. Makademíuhnetur hafa sætt smjörkennt bragð og alveg upplagt að eiga þær við höndina sem millibita, í eftirrétti eða hristinga og njóta heilsusamlegra áhrifa þeirra. Læt fylgja með syndsamlega góða uppskrift að hnetusmjöri. Umm...

Makademíu súkkulaðihnetusmjör:

1 ½ bolli makademíuhnetur frá Now (ca 225 gr)
3-5 dr vanillustevía t.d. French vanilla frá Now
2 tsk hreint kakóduft t.d. frá Rapunzel

* Setjið hneturnar í matvinnsluvél og látið ganga í 3-5 mín eða lengur þar til orðið að hnetusmjöri. Bætið þar næst kakó og stevíu og blandið saman við. Setjið í krukku eða loftþétt box, geymist í 2 vikur í ísskáp.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir