Láttu matinn vera lyfið þitt

Hefur þú nokkuð velt því fyrir þér hvort þú sért í þínu besta mögulega heilsuástandi og hvort þetta gæti nokkuð orðið eitthvað betra? Kannski velt vöngum yfir því hvort þetta séu örlög þín að líða eins og þér líður í líkamanum og farin að þykja það eðlilegt að upplifa það að orkan sé minni, hægðirnar tregari, svefninn slitróttari, kviðfitan að breiða úr sér, aðeins meiri stirðleiki og verkir hér og þar, vökvasöfnun, o.s.frv. Kunnuglegt? Jafnvel krónískir kvillar farnir að láta á sér kræla eins og sjálfsofnæmi, hjarta-og æðasjúkdómar, sykursýki og gigt farnir að láta á sér kræla. Sjúkdómar og slæm heilsa eru ekki eðlileg afleiðing þess að eldast. Líkami okkar er margslungið kerfi og þegar ójafnvægi myndast í einhverju líffærakerfana geta ýmis einkenni og kvillar myndast. Hvernig myndast þetta ójafnvægi eiginlega? Of mikið af því sem er slæmt fyrir okkur (lélegt mataræði, streita, örverur, eiturefni, ofnæmisvaldar) og of lítið af því sem er gott fyrir okkur (heilnæmt mataræði, næringarefni, hreyfing, vatn, súrefni, svefn  slökun, ást). Þetta eru réttu innihaldsefnin fyrir heilbrigðar mannverur. Algengt er að fólk sjái ekki tengingu milli þess sem það borðar og hvernig því líður en nýjar rannsóknir sýna fram á að virk efni í hollri fæðu geta kveikt á vissum genum í frumum okkar og framkalla þannig líffræðilega breytingu í líkamanum sem skapa góða heilsu.

Það sem er við endann á gafflinum þínum mun alltaf vega þyngra heldur en það sem þú munt finna í einhverju pilluglasi. Lyf eiga vissulega við í ákveðnum tilfellum en við megum ekki vanmeta mátt fæðunnar til þess að öðlast góða heilsu og vinna gegn sjúkdómum. Hver máltíð er tækifæri til að ná meiri heilsu og bata.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.

www.facebook.com/grasalaeknir.is

www.pinterest.com/grasalaeknir