Krækiber - Vanmetin súperfæða

Heilsuhornið

Krækiber eða crowberries eins og þau eru kölluð á enskunni eru sannkölluð súperfæða okkar en krækiberin falla gjarnan í skuggann á bláberjunum en hollustugildi krækiberja er ekki síðra. Krækiberin eru örlítið súr og beisk á bragðið en gefa einnig milt berja og kryddbragð. Þau vaxa aðallega þar sem kalt loftslag ríkir og finnast víða í Norður Evrópu. Allir vita að ber eru afar heilsusamleg fæða en krækiberin eru járnrík, C og E vítamínrík, ásamt því að innihalda mikið magn andoxunarefna (anthocyans) sem er talið verja okkur gegn ótímabærri öldrun og ýmsum sjúkdómum. Krækiber eru vökvalosandi, talin styrkja sjón, jákvæð áhrif á blóðþrýsting og styrkja slímhúðir líkamans. Einnig hafa þau verið notuð til að stemma við of miklum tíðablæðingum hjá konum og góð gegn blóðleysi. Krækiberin má nota á ýmsa vegu en þau geymast fersk í kæli í 10-15 daga og sniðugt er að skutla þeim í holla sjeika, út á hafragrautinn eða hreina jógúrt. Svo er hægt að útbúa sykurskerta krækiberjasultu eða gera krækiberjasaft en ég læt eina góða uppskrift fylgja frá Sollu Eiríks að hollri saft.

Krækiberjasaft:

2 ½ dl krækiber
2-3 cm engifer
2 msk sítrónusafi
1 tsk sugarless sugar (Now) eða ½ msk hunang
1 dl vatn

Allt sett í blandara, sigtað vel og hellt á flösku og geymt í kæli.Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir
www.instagram.com/asdisgrasa