Kasjúhnetu- og piparmyntujógúrt

Töluvert margir eru með mjólkuróþol eða ofnæmi og þurfa því að sniðganga mjólkurvörur og langar mig því að deila með ykkur uppskrift að mjólkurlausri hollustu jógúrt sem hentar bæði þeim sem eru með mjólkuróþol/ofnæmi og öllum hinum sem langar að breyta aðeins til og fá önnur næringarefni í kroppinn. Þessi ‘jógúrt’ er stútfull af alls kyns hollustuefnum og þetta er súper einfalt að útbúa og hvet ég ykkur eindregið til að prófa!

1 b kasjúhnetur (leggja í bleyti 4 klst eða yfir nótt)

2/3 b vatn (eða 1/3 b vatn + 1/3 kókósmjólk)

1 lúka fersk piparmynta eða myntustevía

½ b ferskt spínat

2 msk sítrónusafi

2 tsk psyllium husk

½ tsk vanilluduft eða stevía

1 msk lífrænt hunang eða agave

1-2 tsk kókósolía

1-2 dropar piparmyntuolía

¼-1/2 tsk spirulina Rainforest duft

Skolið kasjúhnetur vel og sigtið frá vatninu. Skellið öllu í matvinnsluvél og blandið þar til silkimjúkt. Skreytið með kakónibbum ef vill.

Heilsukveðja,
Ásdís grasalæknir.

www.facebook.com/grasalaeknir.is

www.instagram.com/asdisgrasa

www.pinterest.com/grasalaeknir