Jólabakstur

Á þessum tíma árs gef ég gjarnan jólauppskriftir til kúnnana minna og reyni að hvetja þau til að prófa uppskriftir að smákökum sem eru í hollari kantinum. Þannig náum við að njóta þess að fá okkur sætindi án þess að það taki mikinn toll af heilsunni og líkamanum. Mig langar því að deila með ykkur tveimur uppskriftum að smákökum sem ættu að falla í kramið hjá flestum og þykja mjög góðar. Þið getið notað gróft spelt t.d. á móti þessu fína  og jafnvel heilhveiti ef þið viljið. Einnig er hægt að nota xylitol náttúrlega sætu í staðinn fyrir kókóspálmasykur og eru notuð sömu hlutföll og af venjulegum sykri ef þið viljið skipta út og breyta gömlum uppskriftum (1 b sykur = 1 b kókóspálmasykur eða xylitol, 1 b sykur = ½ - ¾ b agave síróp). Gangi ykkur vel og njótið!

Hollari piparkökur
4 dl fínt speltmjöl
1 ½ dl kókóspálmasykur
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk engifer
1/8 tsk pipar
1 tsk vínsteinslyftiduft
90 g smjör
½ dl mjólk
½ dl agave síróp

-blanda öllu saman og fletja út deig, skera út piparkökur
-bakið við 200°C í 10-15 mín

Hafra og Hnetusmjörs smákökur
2 dl kókósolía (eða 200 g smjör)
140 g lífrænt ‘crunchy’ hnetusmjör
160 g kókóspálmasykur
250 g haframjöl
200 g saxaðar döðlur og/eða rúsínur
2 stór egg eða 3 lítil
1 tsk vanilla
120 g fínt spelt
1 tsk vínsteinslyftiduft
¼ tsk salt

-blanda olíu/smjöri, hnetusmjöri og kókóspálmasykri saman við lágan hita og taka af hellu
-hræra eggjum og vanilla út í með sleif
-bæta döðlum og haframjöli + öllum þurrefnum út í stóra skál og hræra
-búa til hæfilega stóra klatta og inn í ofn á bökunarpappír
-bakið við 180°C í 15 mín

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir