Hugum að húðinni í kuldanum

Þegar kólnar í veðri getur húðin orðið ansi þurr og viðkvæm sem getur ýtt undir ójafnvægi í húðinni og jafnvel húðvandamál. Því þurfum við að hlúa að húðinni okkar og næra hana vel bæði að utan sem innan en það vill oft gleymast að það er ekki nóg að bera endalaust af kremum á húðina til að mýkja hana heldur er álíka mikilvægt að næra húðina innan frá með góðri fitu í fæðunni eins og laxi, avokadó, valhnetum, hörfæjum og ólífuolíu. Þar sem fitusýrunar eru allri frumustarfssemi svo mikilvægar þá er æskilegt að taka omega 3 olíur inn aukalega ef þið náið ekki að fá þær í nægilegu magni úr fæðunni. Sumir gætu jafnvel þurft að taka fitusýrur tvisvar á dag tímabundið yfir háveturinn ef mikill þurrkur og kláði er í húðinni til að vinna upp hugsanlegan fitusýruskort og byggja upp og næra húðina. Útvortis er gott að eiga lífræna kókósolíu við höndina og bera á þurra bletti reglulega en kókosolían er einstaklega feit og nærandi og smýgur vel inn í húðina. Kókosolían er að mínu besti kosturinn til að byrja á en ef það dugar ekki til þá eru fáanleg víða mjög góð íslensk jurtasmyrsl sem eru feitari og þau innihalda þar að auki mikið af virkum og uppbyggjandi efnum fyrir húðina. Svo auðvitað að muna eftir hönskunum og halda hita á húðinni í kuldanum.


Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir