Hreyfum okkur!

Það er löngu vitað að regluleg hreyfing gefur okkur aukna hamingju, heilbrigði og hraustan líkama. En okkur hefur eflaust ekki grunað að við myndum verða skýrari í kollinum fyrir vikið! Vísindamenn í The Dartmouth College komust að því að hreyfing gerir mun meira fyrir okkur en að koma blóðflæðinu af stað. Þeir fundu út að regluleg hreyfing, helst daglega, eykur framleiðslu á efni sem kallast ´brain-derived neurotrophic factor´ eða BDNF, sem er talið skerpa á einbeitingu og auka námsgetu og minni. (http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/22554780). Það er lykilatriði að hreyfa sig reglulega og finna þá hreyfingu sem hentar hverjum og einum. Þetta ætti nú að vera ein af mörgum ástæðum til að koma okkur af stað og þessa dagana eru líkamsræktarstöðvar og námskeið tengd hreyfingu að byrja á fullum krafti og margt spennandi í boði. Skarpari hugsun, sterkari lungu og hjarta- og æðakerfi, aukin orka, bættara geð, allt er þetta ávinningur reglulegrar hreyfingar!

Heilsukveðja,
Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is