Hollt og gott nesti í skólann

Haustið er yndislegur tími og alltaf ánægjulegt þegar allir á heimilinu detta aftur í sína daglegu rútínu í vinnu, skóla og tómstundum eftir langt og gott sumarfrí. Á þessum árstíma er að mörgu að huga þegar kemur að börnunum í upphafi skólaárs. Mataræðið skipar þar stóran sess en með því að veita börnunum okkar heilsusamlegt mataræði og kenna þeim hollar matarvenjur erum við að leggja grunn að góðri heilsu þeirra og vellíðan. Að nesta börnin vel í skólann með hollt og gott nesti er afar mikilvægt en misjafnt er milli skóla hvaða áherslur eru varðandi val á nesti. Sniðugar hugmyndir að nesti væri t.d. ýmsar tegundir af ávöxtum og grænmeti, gróft brauð með hollu áleggi, jógúrt án viðbætts sykurs, hnetur og rúsínur, rískaka með lífrænu hnetusmjöri og gúrkum, soðið egg, ávaxtaboost, orkuklattar, o.fl. Þessar hugmyndir eru auðvitað líka hægt að nota sem snarl eftir skóla. Börn eru nefnilega mikið fyrir að snarla og sérstaklega þegar þau eru í yngri kantinum en við sem foreldrar getum haft svo gríðarlega mikil áhrif á heilsu barnanna okkar með því að aðstoða þau í að velja holla og góða fæðu og að sjálfsögðu verðum við að reyna að vera þeim góð fyrirmynd!

Heilsukveðja,
Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is