Hollt nesti í ferðalagið

Sumarið er heldur betur komið og nú eru margir farnir að ferðast vítt og breitt um landið. Með smá skipulagi er vel hægt að næra alla fjölskylduna með hollu nesti og sneiða að mestu hjá sjoppuáti. Þannig náum við að halda okkur við heilsusamlegt mataræði og við komum orkumikil og endurnærð heim eftir gott frí! Vissulega er nauðsynlegt öðru hvoru að gera sér dagamun í mat og drykk en það er algjör óþarfi að kúvenda mataræðinu í fríinu. Mikilvægt er að hafa nóg af vatni meðferðis fyrir alla. Meðfylgjandi hugmyndir gætu hjálpað við að nesta unga sem aldna og með lítilli fyrirhöfn. Góða ferð!

Ferskir ávextir
Gulrætur, gúrka, paprika í stönglum
Kirsuberjatómatar
Samloka úr grófu brauði m/hollu áleggi
Ávaxtaboost í fernum
Grófar rískökur / hrökkbrauð
Hnetusmjör (ath plasthníf)
Hnetur og rúsínur
Lífræn tilbúin orkustykki
Harðfiskur
Popp

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.is
www.facebook.com/grasalaeknir.is