Hnetusnakk í ferðalagið

Uppskrift af hollu nesti í ferðalagið frá Ásdísi grasalækni

Stór ferðahelgi framundan og þá þarf auðvitað að muna eftir að næra sig í öllu fjörinu en þetta snakk er mjög næringaríkt og bragðgott. Það tekur enga stund að græja það og fínt svona í bland við allt hitt sem verður á boðstólum í ferðalaginu. Hneturnar og eggjahvíturnar eru góðar til að halda blóðsykrinum og orkunni í jafnvægi og fræin gefa okkur góð steinefni. Svo eru kryddjurtirnar líka heilsubætandi en kanill og cumin bæta meltinguna og cayenne pipar örvar efnaskiptin og eykur blóðflæðið. Alveg kjörið að kippa þessu með sér í nestistöskuna.

3 bollar hnetur að eigin vali
¼ bolli fræ t.d. sólblóma- og graskersfræ
2 eggjahvítur
2 msk agave síróp
1½ tsk sjávarsalt
¼ tsk blanda af cayenne pipar,
kanil og cumin kryddi

Píska saman eggjahvítur, hunang, krydd og salt.
Blanda hnetum og fræjum saman við.
Rista í ofni við 165°C í 30 mín á bökunarpappír

Góða helgi!


Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir