Haustsúpur sem ylja

Nú er manni farið að langa aftur í góðar nærandi súpur þegar maður finnur norðanáttina blása með lækkandi hita svona þegar haustið skellur á. Matarmiklar súpur eru svo sniðug leið til að koma ýmsu góðu hráefni ofan í okkur og um að gera að nýta uppskeru sumarsins og verða sér úti um nýtt íslenskt grænmeti, svo er bara að bæta góðu kryddi og fisk/kjötmeti og súpan er klár. Það er einstaklega hentugt að gera meira magn af súpu í hvert sinn og frysta í passlegum pokum sem gott er að eiga til góða til að  grípa í sem hádegismat. Súpur í uppáhaldi hjá mér eru t.d. kjötsúpa, nautagúllassúpa, paprikusúpa, japönsk misosúpa, grænar hráfæðissúpur, fiski- og humarsúpur, indverskar súpur, o.fl.

Mexikósk kjúklingasúpa
400 gr kjúklingakjöt
1 msk ólífuolía
1 laukur
6 stk ferskir tómatar skornir í bita
100 gr blaðlaukur smátt saxaður
1 rauð paprika smátt söxuð
1 stk grænt eða rautt chili fínt saxað
2 tsk paprikuduft
3 msk tómatpúrra
1,5 L vatn
1 gerlaus kjúklingakraftur
2 dl salsasósa
100 gr hreinn rjómaostur

-steikið kjúklingakjöt, olíu, lauk, blaðlauk, papriku, grænt chili og tómata saman.
-bætið við paprikufdufti og tómatpúrru og blandið vel saman.
-hellið kjúklingasoði saman við og látið sjóða í 15-20 mín við vægan hita.
-bætið salsasósu í súpuna ásamt rjómaosti, látið sjóða í 3-5 mín.
-gott að bera súpuna fram með sýrðum rjóma og hreinum maís tortillaflögum.

Heilsukveðja,
Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is