Haukur bestur og Thelma Dís efnilegust

Tímabilið gert upp í körfunni

Njarðvíkingurinn Haukur Helgi Pálsson var kjörinn besti leikmaður Domino's deildar karla í körfubolta þegar tímabilið var gert upp í gær. Sigmundur Már Herbertsson úr Njarðvík var kjörinn besti dómarinn en einnig var valið í úrvalslið karla og kvenna í efstu tveimur deildunum. Thelma Dís Ágústsdóttir úr Keflavík var valin besti ungi leikmaður deildarinnar í kvennaboltanum. Í fyrstu deild karla var Njarðvíkingurinn Ragnar Helgi Friðriksson valinn í fimm manna í úrvalslið, en hann leikur með Þór á Akureyri.

Domino´s deild kvenna

Úrvalslið Domino´s deild kvenna 2015-16
Gunnhildur Gunnarsdóttir Snæfell
Guðbjörg Sverrisdóttir Valur
Helena Sverrisdóttir Haukar
Sigrún Ámundadóttir Grindavík
Bryndís Guðmundsdóttir Snæfell

Besti ungi leikmaður Domino´s deild kvenna 2015-16
Thelma Dís Ágústsdóttir Keflavík

Domino´s deild karla

Úrvalslið Domino´s deild karla 2015-16
Pavel Ermolinskij KR
Kári Jónsson Haukar
Haukur Helgi Pálsson Njarðvík
Helgi Már Magnússon KR
Ragnar Ágúst Nathanaelsson Þór Þ.

Besti leikmaður Domino´s deild karla 2015-16
Haukur Helgi Pálsson Njarðvík