Gefðu því gaum hvað þú setur á húðina!

Húðin okkar er stærsta líffæri mannsins og því mikilvægt að huga að því hvernig við hugsum um húðina og hvaða snyrti- og hreinlætisvörur við setjum á húðina daglega. Heilbrigður lífsstíll hefur vissulega áhrif á húðina til hins betra en efnin sem við setjum á húðina eru ekki síður mikilvæg þar sem þau eiga greiða leið inn í líkamskerfi okkar og geta haft truflandi áhrif á líkamann. Fjölmörg skaðleg kemísk efni finnast í okkar daglegu húðvörum en algengustu kemísku efnin sem við ættum að reyna sniðganga eru paraben rotvarnarefni, ilmefni, phthalates efni í rakakremum, sodium lauryl sulphates efni í sjampói, mineral oil, paraffin, o.fl efni. Talið er að paraben efni geti haft hormónatruflandi áhrif á estrógen búskap og virkni þess verið tengd brjóstakrabbameini en tengsl þess við krabbamein hefur þó verið umdeild. Nú til dags stendur okkur til boða fjölmargar tegundir af íslenskum og erlendum lífrænum húðvörum og meðvitund fólks sífellt að aukast um áhrif og skaðsemi kemískra gerviefna á heilsuna. Við eigum að vera vandlát á vörunar sem við notum og skoða innihaldslýsingar og velja vörur sem eru unnar úr lífrænum efnum og jurtum, innihalda andoxunarefni og náttúrulegar olíur, og lausar við paraben efni.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is