Fimm ilmkjarnaolíur sem gott er að hafa við höndina

Ilmkjarnaolíur eru mjög öflugt form af jurtalyfjum og hafa yfirleitt mjög sterka og mikla virkni. Þessar olíur myndast þegar vissir hlutar jurtarinnar eru eimaðir og útkoman er fjölvirkar náttúrulegar olíur sem geta gagnast okkur á ýmsan hátt og margar þessar olíur hafa afar öfluga örverudrepandi virkni. Hér koma algengustu ilmkjarnaolíurnar, áhrif þeirra og notkun.

Lavender. Mjög algeng olía sem hefur slakandi og róandi áhrif. Hún er einnig mjög græðandi og sótthreinsandi og er gjarnan notuð í krem og smyrsli. Hægt að nota m.a. við skordýrabiti, bólum og smávægilegum bruna í húð.

Peppermint. Piparmyntuolían er oft notuð við höfuðverk og mígreni og þá settir nokkrir dropar af henni og nuddað sitthvoru megin á gagnaugun. Olían er líka seld í hylkjum og hægt að nota til inntöku gegn ristilkrampa en hún mjög krampastillandi og róandi fyrir magann. Það er líka hægt að setja nokkra dropa í grunnolíu og nudda á bólgur og verki útvortis.
Eucalyptus. Þessi olía hentar einstaklega vel þegar um kvef og ennis- og kinnholusýkingar er að ræða og þá er hægt að anda henni að sér reglulega eða hún sett í smyrsli sem er borið á bringuna. Hún er slímlosandi og bakteríudrepandi.

Lemon. Sítrónuolían er talin hafa upplífgandi og frískandi áhrif á hugann og jafnvel jákvæð áhrif á einbeitingu. Hún er mjög sótthreinsandi og gjarnan notuð til að sótthreinsa sár og skrámur.

Tee tree. Þessi olía er mikið notuð í húðvörur gegn bólum og fyrir feita húð en hún dregur úr framleiðslu á fitu í fitukirtlum húðarinnar. Hún er líka alhliða sótthreinsandi og hefur breiða virkni gegn mörgum örverum.

Hafa ber í huga að þessar olíur eru í flestum tilfellum ekki ætlaðar til inntöku og í sumum tilfellum geta þær verið of sterkar á húðina útvortis ef notað er of mikið magn í einu. Það getur verið gott að þynna ilmkjarnaolíur út og setja nokkra dropa í grunnolíur eins og möndluolíu eða ólífuolíu.


Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is