Chai & Engifer morgunboost

Það hefur farið um mann smá kuldahrollur upp á síðkastið og því ég hef ég sótt óvenju mikið í hitagefandi jurtir og krydd eins og cayenne pipar, chili, svartan pipar og engifer hér og þar í matinn minn. Ég nota þessi krydd reyndar almennt mikið í súpur og pottrétti en hef líka tekið upp á því að skutla þessu í boostið mitt á morgnana. Ég er búin að finna æðislega bragðgóða samsetningu þar sem þessum ofurkryddum er laumað í boostið og líkaminn nýtur góðs af heilsueflandi áhrifunum, enda fjölþætt áhrif þessara krydda vel þekkt á heilsuna þ.á.m. aukið blóðflæði, bólgueyðandi áhrif og örvandi áhrif á efnaskiptin. Ég kýs að nota lífrænt jurta hráfæðisprótein í þennan drykk en þetta er hreint og náttúrulegt prótein án allra aukaefna og gefur góða fyllingu og orku inn í daginn. Skutlið öllum hráefnunum í blandarann og best er að drekka þennan samstundis meðan drykkurinn er mátulega heitur.

1 heitur bolli af rauðrunnate (frá Clipper)
1 tsk kanill
½ tsk allrahanda krydd
2 tsk engifer duft
½ bolli möndlumjólk eða kókósmjólk
1-2 msk  möndlusmjör
Smá lífrænt hunang eða vanillustevía til að sæta
1 skúpa lífrænt plöntu próteinduft (ef vill)
(t.d. Warrior blend vanilla frá Sunwarrior)Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.

www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.instagram.com/asdisgrasa
www.grasalaeknir.is