Aukaefni í matnum sem ber að varast

Aukaefni eru notuð í margvíslegum tilgangi við framleiðslu og geymslu matvæla. Rotvarnarefni eiga t.d. þátt í að gera matvæli öruggari til neyslu, litarefnin gefa matvælum lit og þykkingarefni gefa sósum og sultum sína réttu áferð. Flest aukaefni ógna ekki heilsunni ef þeirra er neytt í mjög litlu magni og sjaldan en ef þeirra er neytt oft og reglulega þá geta þau klárlega verið skaðleg heilsunni. Eftirfarandi efni hafa það sameiginlegt að geta haft hugsanlega skaðleg áhrif á taugafrumur, stuðlað að myndun krabbameinsfrumna, valdið frumuskemmdum og truflandi áhrif á efnaskipti. Sum litarefni eru jafnvel talin hafa neikvæð áhrif á hegðun. Ekki er alltaf vitað um langtíma áhrif þessara efna á starfssemi líkamans og því ber að gæta hófs og nota þau í lágmarki eða sleppa þeim með öllu.

Aspartame (E951) og Acesulfame-K. Þetta eru gervisætuefni sem eru notuð í ‘diet’ vörur og sykurskertar vörur og  eru margfalt sætari en venjulegur sykur.

Monosodium glutamate eða MSG (E621). Öðru nafni þriðja kryddið en þó nokkuð er um að fólk fái sterk viðbrögð við þessu efni sem oft er nefnt ‘the chinese restaurant syndrome’ en þetta er bragðaukandi efni og er mjög víða í matvælum eins og unnu kjötáleggi, unnum mat, kjötréttum/grillkjöti, snakki, kryddi, salatsósum o.fl.

Litarefni. Oft að finna í sælgæti, ís, ávaxtasöfum, gosdrykkjum íþróttadrykkjum og salatsósum. Efni eins og blue (E133), red (E124), yellow (E110) og yellow tartrazine (E102).

Transfitusýrur. Framleiðendur þurfa t..d. ekki að merkja vörur sínar sérstaklega þrátt fyrir að innihalda transfitusýrur en þær eru helst að finna í kexi, snakki, kökum.

Paraben efni. Oftast að finna í snyrtivörum en einnig í fæðu eins og í morgunkorni og kexi.

Nitröt (sodium nitrate/sodium nitrite).

Í unnum og ferskum kjötvörum til að viðhalda ferskleika.

Það eru ógrynni aukaefna sem leynast víða í fæðunni okkar og gott að vera meðvitaður neytandi og velja fæðuna okkar af kostgæfni.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.
www.facebook.com/grasalaeknir.is
www.pinterest.com/grasalaeknir