10 fæðutegundir sem bæta heilsuna

Lax. Góð uppspretta af omega 3 fitusýrum, D vítamíni og selen en öll hafa þessi efni það sameiginlegt að gegna mikilvægu hlutverki í að efla ónæmiskerfi okkar og viðhalda heilbrigðri húð.

Bygg. Kornmeti sem er ríkt af næringarefnum og trefjum eins og beta glucan, sem hefur kólesteról lækkandi áhrif og styrkir þarmaflóru í meltingarvegi.

Möndlur. Sneisafullar af steinefnum eins og magnesíum og kalki, innihalda flókin kolvetni og holla fitu sem hafa góð áhrif á blóðsykur.

Dökk ber. Ellagic sýra og anthocyanidins eru efni í berjum sem hafa sterk andoxunaráhrif og eru talin geta hamlað krabbameinsmyndun.

Ólífuolía. Er rík af einómettuðum fitusýrum sem taldar eru hafa mild bólgueyðandi áhrif. Inniheldur E-vítamín og betakarotín sem styrkja æðaveggi.

Epli. Innihalda góðar trefjar, C-vítamín, kalíum og flavoníð efnið quercetin, sem getur dregið úr ofnæmisviðbrögðum.
Hörfræ. Rík af omega 3 fitusýrum og E-vítamíni sem næra húðina. Hafa mild örvandi áhrif á meltinguna og veita okkur góðar trefjar. Talin góð fyrir hormónakerfi kvenna þar sem hörfræ innihalda jurtaestrógen.

Spínat. Innihalda karotín efni eins og lutein og zeaxanthin sem eru sterk andoxunarefni, einnig mikið af K- og A-vítamíni, fólínsýru og járni.

Hvítlaukur. Styrkir ónæmiskerfið og inniheldur efni sem hafa jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfi. Einnig hafa fundist bakteríudrepandi efni í hvítlauk.

Brokkolí. Glucosinlates eru efni sem finnast í kálmeti og hafa örvandi áhrif á starfsemi lifrarinnar í að afeitra sig og eins eru þessi efni talin mynda forvörn gegn krabbameini. Brokkolí er einnig góð uppspretta kalks.

Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir.