Ert þú Georg Bjarnferðarson eða Ólafur Ragnar?
Það hefur ekki farið framhjá þeim sem lesa pistlana mína að sjálfstraust, og þá einna helst skortur á því, er mér hugleikið málefni. Ástæðan er einföld - stór hluti af tilfinningalegu ójafnvægi og vanlíðan má oftar en ekki rekja til skorts á sjálfstrausti og ég er svo sannfærð um að með því að styrkja þann þátt gætum við bætt andlega heilsu margra. Þegar fólk leitar sér hjálpar vegna hinna ýmsu vandamála í lífinu þá þarf oftar en ekki að aðstoða viðkomandi við að styrkja sjálfstraustið. Okkur líkar ekki nógu vel við okkur sjálf þegar sjálfstraustið er lélegt og ofan á það þá koma aðrir fram við okkur eins og við sjáum okkur sjálf. Þegar mér líður illa og er gagnrýnin á sjálfa mig, kvörtunargjörn og svartsýn, er tilhneigingin sú að aðrir sýna mér þessa hegðun til baka. Þolinmæði annarra gagnvart mér minnkar á sama tíma og þolinmæði mín gagnvart sjálfri mér er minni. Það þarf engan sérfræðing til að átta sig á þeim vítahring sem þarna gæti myndast og þar með er viðkomandi komin í áhættuhóp varðandi þunglyndi og kvíða. Þegar manneskju líður vel í eigin skinni, leggur hún áherslu á það jákvæða, nýtir styrkleika sína og ber virðingu fyrir sjálfri sér og öðrum. Þegar tilfinningar okkar einkennast af jákvæðni og virðingu í eigin garð hefur umhverfið tilhneigingu til að koma fram við okkur á sama hátt. Framkoma okkar í eigin garð hefur því heilmikið að segja með framkomu annarra gagnvart okkur.
Óheilbrigðum samskiptum má lýsa á marga vegu en það sem einkennir þau m.a. er að við komum fram við aðra á ágengan og hrokafullan hátt eða við leyfum öðrum að koma fram við okkur á ágengan og hrokafullan hátt. Sá ágengi getur verið ógnandi í fasi og finnst hann vera einhvers virði þegar hann hefur yfirhöndina yfir öðrum. Hann hagar sér eins og sá sem allt veit og lætur í ljós að þú sért orsök vandræðanna og springur oft af minnsta tilefni. Karakterinn Georg Bjarnfreðarson er dæmi um slíkan einstakling og mikilvægt að minna sig á að undirrótin er lélegt sjálfstraust. Hann þurfti að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra og hélt á lofti fimm háskólagráðum til að sanna hversu mikill maður hann væri. Sá ágengi velur óörugga og óákveðna einstaklinga eins og karakterinn Ólaf Ragnar sér við hlið en með því að gera sífellt lítið úr honum er hann að telja sjálfum sér trú um að hann sé meiri maður. Ólafur er á sama tíma dæmigerður óákveðinn einstaklingur, niðurlútur í fasi, lætur aðra traðka á sér og getur ómögulega sett fólki mörk. Pirringurinn vegna ágengni annarra eykst en hann gerir ekkert í því. Georg heldur því áfram að upphefja sjálfan sig á kostnað allra ,,Ólafa“ sem hann hittir á lífsleiðinni á meðan ,, Ólafarnir“ upplifa sig einskis virði enda komið svo skítlega fram við þá. Sá sem er með gott sjálfstraust hefur ekki þörf til að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra né að ná yfirhöndinni og gera lítið úr öðrum til að sýnast meiri sjálfur. Sá sem er með gott sjálfstraust getur talað um jákvæðar og neikvæðar tilfinningar og sagt skoðun sína án þess að ganga á rétt annarra. Sá sem er með gott sjálfstraust virðir eigin rétt og annarra, á auðvelt með samskipti og lætur ekki álit annarra stjórna líðan sinni.
Eins og ég hef oft nefnt í þessum pistlum mínum þá er sjálfstraust aðstæðubundið og á einu augabragði getum maður misst öryggið og þá breytist jafnvel framkoma annarra gagnvart okkur eins og hendi sé veifað. Við þurfum að vera meðvituð um að það er í lagi að gera mistök og forðast að ásaka okkur sjálf og aðra. Við þurfum að gera okkur grein fyrir rétti okkar sem einstaklinga og að sá réttur er hvorki meiri né minni en annarra. Við þurfum að læra að segja frá skoðunum okkar og þörfum og átta okkur á í leiðinni að þær eru jafn mikilvægar og skoðanir annarra. Við þurfum sífellt að vera að minna okkur á að það erum við sem stýrum lífi okkar og þurfum því að setja ágengni annarra mörk. Breytingar taka tíma og stundum tekur langan tíma að breyta því sem hefur verið viðvarandi lengi. Ákveðin samskiptamynstur sem hafa t.d. verið við líði lengi innan fjölskyldunnar getur verið erfitt að breyta. Við þurfum að endurtaka nýju hegðunina aftur og aftur þangað til að fólkið okkar áttar sig á að okkur er alvara.
Í skóla lífsins fáum við víst aldrei útskriftarskírteinið en ef við erum að falla á sama námskeiðinu aftur og aftur segir það allt sem segja þarf. Ef við nennum ekki að taka sama námskeiðið eina ferðina enn þurfum við að skoða hvernig við fórum í gegnum það síðast, hvað má gera öðruvísi og hvernig niðurstöðu mundum við vilja fá í þetta skiptið. Ég hef fengið falleinkunn oftar en mig langar til að muna í sumum ,,námskeiðsflokkum“ í lífi mínu en farið í gegnum aðra með glimrandi einkunnir. Ég held ótrauð áfram því daginn sem ég útskrifast úr þessum skóla er dagurinn sem ég tékka mig héðan út!
Þangað til næst - gangi þér vel
Anna Lóa
-
-
Hamingjuhornið 21.09.2014
-
Hamingjuhornið 26.10.2013
-
Trúi því þegar ég sé það - sé það þegar ég trúi því!
Hamingjuhornið 19.10.2013
-
-
-
Landcruiserinn er 10.000 merkur og 450 cm!
Hamingjuhornið 12.10.2013 -
Hamingjuhornið 05.10.2013
-
Hamingjuhornið 28.09.2013
-
-
-
Hamingjuhornið 21.09.2013
-
Blessaði breytinga-barningurinn!
Hamingjuhornið 14.09.2013 -
Hamingjuhornið 10.09.2013
-
-
-
Hamingjuhornið 31.08.2013
-
Hamingjuhornið 24.08.2013
-
Elsku karlinn, við köllum þetta breytingaskeiðið!
Hamingjuhornið 17.08.2013
-
-
-
Díselrafstöðvar gagnavers fóru í gang eftir útslátt í tengivirki á Ásbrú
Fréttir 16.02.2019 -
Aðsent 15.02.2019
-
Sex sækja um stöðu skólastjóra í Stapaskóla
Fréttir 15.02.2019 -
Fíkniefnasali handtekinn á Suðurnesjum
Fréttir 16.02.2019 -
Þingmenn takast á um samgöngumálin
Fréttir 16.02.2019 -
Gagnrýnir heimsókn til að skoða kísilver í vinabænum Kristiansand
Íþróttir 15.02.2019 -
Geldur varhug við því að taka við megninu af sorpi af höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 15.02.2019 -
Mesti afli sem íslenskur línubátur hefur komið með í land í einum túr
Fréttir 15.02.2019 -
Mannlíf 15.02.2019
-
Aðsent 16.02.2019
-
Mannlíf 16.02.2019
-
Bæjarfulltrúi réðst opinberlega gegn starfsmanni Suðurnesjabæjar
Fréttir 14.02.2019
-
-
-
Nýtt framhaldsskólanám í tölvuleikjagerð á Ásbrú
VefTV 16.02.2019 -
VefTV 16.02.2019
-
Heilsugæsla dýranna og tölvuleikjanám í Suðurnesjamagasíni vikunnar
VefTV 14.02.2019 -
VefTV 09.02.2019
-
Hæfileikaríkur hópur setur upp Furðuverk
VefTV 09.02.2019 -
Furðuverk og auðlindagarður í Suðurnesjamagasíni
VefTV 07.02.2019 -
Nýtt lúxushótel og spa í Bláa Lóninu - sjón er sögu ríkari
VefTV 04.02.2019 -
The Retreat at Blue Lagoon og HS Orka í Suðurnesjamagasíni
VefTV 31.01.2019 -
Aðgerðir fyrir vaxtarsvæðið Suðurnes
VefTV 31.01.2019 -
Suðurnesjamaður ársins í Suðurnesjamagasíni
VefTV 25.01.2019 -
70-80% bæjarbúa á móti rekstri kísilvera í Helguvík
VefTV 23.01.2019 -
VefTV 20.01.2019
-